FÖNDURSTUND
Desember
það er dumbungur, slydda og rok
og ég sver
ég er kominn með lengst upp í kok.
Yst sem innst
er ég hnugginn, gugginn og grár
því mér finnst
eins og jólin – komekkí ár.
Útlitið svart, allt er í hnút.
Ég höndletta vart - hleypið mér út!
Ég þarf... - FÖNDURSTUND!
Sæki mér skæri
kreppappír, marglitað filt
dálítið glimmer
já glimmer! – silfrað og gyllt.
Lyktsterkan túss
límstifti, frauðkúlur, gloss.
Svo vantar bara pípuhreinsara.
Vúhú, nú, nú skemmtum við oss.
Teikna karl á kartonbút.
Síðan klippi ég hann út.
Lími á hann eitthvað kjút.
Það er... - FÖNDURSTUND!
Til að flýta fyrir mér
hef ég annan reddí hér.
Festuppá vegg rautt páskaegg, snjókall í kjól - gleðileg jól!
Lyrics Submitted by Helgi Baggalútur
Enjoy the lyrics !!!